Steinar Ingimar Halldórsson

Um bloggið


Tilgangur


Lítið sem ekkert íslenskt fræðsluefni er til um kostnaðarverkfræði. Bloggið - Kostnaðartíminn - er ætlað að fylla inn í tómarúmið með efni sem er aðgengilegt öllum. Vonin er að þegar fram líða stundir verði bloggið orðið að mini-kennslubók um kostnaðarverkfræði sem gagnast jafnt háskólanemum og fólki í atvinnulífinu.


Markmið


Meginmarkmið bloggsins á árinu 2016 er að veita lesendum innsýn í eftirfarandi viðfangsefni:



  • Heildstæð kostnaðarstjórnun (e. Total cost management)

  • Umfang verkefnis/framkvæmdar (e. Project scope)

  • Skipulagning og tímasetning verkefnis/framkvæmdar (e. Project planning and scheduling)

  • Kostnaðar- og fjárhagsáætlunargerð (e. Cost estimating and budgeting)

  • Áhættustjórnun og –greining (e. Risk management and analysis)

  • Mikilvægi sögulegra gagna (e. Importance of historical data)


Bloggið birtir skoðanir höfundar á aðferðum og ferlum kostnaðarverkfræðinnar. Þær rýma nokkuð vel við það sem AACE International predikar (AACE stendur fyrir Association for the Advancement of Cost Engineering).


Markmiðið er að umfjöllunin sé praktísk og í því skyni notaðar dæmisögur, t.d. með vísan í nýlegar fréttir.


Um höfundinn


Steinar Ingimar Halldórsson er verkfræðingur og löggiltur burðarþolshönnuður. Hann útskrifaðist með MSc gráðu frá Imperial College í London árið 2001.


Hægt er að hafa samband við höfund í gegnum steinarhalld@yahoo.com ef viðkomandi hefur áhugaverðar upplýsingar eða óskir fram að færa sem hann eða hún vill ekki birta í athugasemdakerfinu. Viðkomandi verður látinn vita um leið og höfundur verður var við póstinn.


 

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Steinar Ingimar Halldórsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband